Sinopsis
Podcast by Hefnendurnir
Episodios
-
Hefnendurnir 177 - Stan Lee er dáinn og þetta er þátturinn um það
28/11/2018 Duración: 01h28minHulli og Ævar minnast nýfráfallins skapara skaparanna og ná samt eitthvað að tuða um aðra hluti sem skipta minna máli. En það er náttúrulega bara eins og þeir eru.
-
Hefnendurnir 176 - Látum þá deyja eina
07/11/2018 Duración: 01h14minHulli hinn hvíti kíkir í heimsókn til Ævars hins gráa og þeir fara yfir samþykki Egils Ólafs, píslargöngu Ofurhugans og hlutlausa kjúklingavængi.Hefnendurnir eru í boði Nexus. Nexus er aðal.
-
Hefnendurnir 175 - Díónýsus Kræst og Sigh Guy
31/10/2018 Duración: 01h16minHetjurnar okkar hittast á ný í hefnendahöfuðstöðvunum eftir heljarferðalag um heimsins lendur og henda í hugleiðingar um hrekkjavöku, Hicks og Hetjur til leigu, ásamt almennu húllumhæi. Hefnendurnirnir eru í boði Nexus, auðvitað.
-
Hefnendurnir 174 - Mandalórinn Tormelti
24/10/2018 Duración: 50minHulli og Ævar eru í sitthvorri heimsálfunni og ná engu sambandi við hvorn annann. En óttist eigi, Jarðarbúar fríðir, því Hefnendurnir luma nebblilega á ýmsu óáðurbirtu góðgæti. Þar á meðal bubblandi bíóferð á "rándýr"a mynd og babbl um Boba með Andreu Björk. Hefnendurnir eru í boði Nexus. Nexus > Allt.
-
Hefnendurnir 173 - Doktor Bacon
17/10/2018 Duración: 01h19minHugleikur heimsækir Andreu Björk og köttinn hennar í Berlín og þau ræða Saurugan Dexter, Sprungna eiturlyfjasmokka og Búning Blökukonunnar. Hefnendurnir eru í boði Nexus og Nexus er næs to the max.
-
Hefnendurnir 172 - Prancing Pony Part Deux
09/10/2018 Duración: 01h04minÞið eruð ennþá stödd á bar. Hulkleikurinn og Ævormanninn eru komnir í Irish Coffee og hætta ekki að láta gamminn geysa um sín hjartans mál. Og panta fleiri drykki.
-
Hefnendurnir 171 - The Prancing Pony
02/10/2018 Duración: 01h10minÞið eruð stödd á bar. Ævar “Dean Martin” Grímsson og Hugleikur “Scorsese” Dagsson sitja í einu horninu, sötra svart öl og ræða um tilfinningagáfur í dýflissum, klámmyndagláp á stefnumótum og kosti þess að vera með framheilaskaða.
-
Hefnendurnir 170 – Miðgarðsormarnir
25/09/2018 Duración: 59minÆvorman og Hulkleikur voru með live podcast á Midgard 2018 þar sem þeir ræddu um dag leðurblökunnar, undarlegar ofurhetjur og auðvitað hvort að Súperman sé með rassgat.
-
Hefnendurnir 169 - Thanos í Sumarhúsum
18/09/2018 Duración: 41minHulli og Ævar bregða sér saman í bíó til að ná Mission Impossible 6 áður en hún hættir í bíó. Á leiðinni þangað og til baka ræða þeir um tengsl Central Perk og Eterníu, skort á dúfnadauða í Woo myndum og raddmissi James Bond.
-
Hefnendurnir 168 - Slæmur Slaufu Slæmer
11/09/2018 Duración: 01h15minHullinn og Ævarinn hita upp fyrir midgard með masi um fréttir frá síðasta sumri, stafrænan spædermann, burtreiðar og endalok ævintýratímans.
-
Hefnendurnir 167 - Glápur og Skrápur
06/09/2018 Duración: 01h16minHetjurnar okkar halda áfram endurkomunni með spánýjum þætti þar sem farið verður yfir allt glápið sem gerðist og það sem að gerðist en aðallega glápið sem gerðist.
-
Hefnendurnir 166 - Antmansstígur
30/08/2018 Duración: 01h19minSumarfríð er búið! Hefnendur snúa aftur til jarðar! Ævar hinn myndarlegi og Hulli minnast sumarsins sem var að líða. Sem var basically bara Antman og Rigning. Við biðjumst velvirðingar á leininlegu hljóði sem er Hulla-megin þegar þeir eru að tala netleiðis við hvorn annan. Auðvitað Hulla-megin. Týpískt Hulli.
-
Hefnendurnir 165 - Mátturinn og slímið
06/06/2018 Duración: 57minHetjurnar okkar syngja sig inn í sumarfrí með söngvum sínum um ímyndaða vini, Harvey horrormyndir og frægðarbond, ásamt því að koma að töff skóm og muninum á guði og mættinum og stóra planinu. Hefnendurnir eru í boði Nexus
-
Hefnendurnir 164 - Infinity Pool: A Star Wars Story
30/05/2018 Duración: 01h51sÆvar hinn sanngjarni og Hulli hinn súri fara aftur í bíó og taka upp gersamlega skammarlaust og drulluspillt spjall um sprengjurnar sem skullu á strendur skynfæra þeirra síðustu vikurnar. Nánar tiltekið Avengers: Infinty War, Deadpool 2 og Solo: A Star Wars Story. ARÚÚÚGAH SPOLER ALERT.Hefnendurnir eru í boði nexus. Nexus: Það er aðeins einn guð.
-
Hefnendurnir 163 – Laminn í talfærin
15/05/2018 Duración: 01h23minHulli og Ævar nú hittast á ný. Komnir loks saman eftir smáræðis frí. Þeir ræða um hitt og ræða um þetta, Rambó hinn fimmta og Billa og Tedda. og auðvitað eitthvað sem rímar við ný.
-
Hefnendurnir 162 - Drax í dag
02/05/2018 Duración: 34minÍ óvenju stuttum en að venju skemmtilegum þætti fara Hulkleikur og Ævorman í bíó með Thandrosi og Nebóla, reyna að muna hver þessi Drakúla er aftur, spyrja reykjandi nörda útí tvívídd, og meta meðlimi Star Wars heimsins út frá hæð og meðlimi marvelheimsins út frá kynþokka.
-
Hefnendurnir 161 – Miðgarðsormapytturinn
24/04/2018 Duración: 01h32minGest ber að garði í Hefnendaturninum þar sem Svenni í Nexus kemur til að kynna hvað er á döfinni á næstunni í musterinu. Að auki er komið inná lagaflækjur óða Max, kynlífskölti vinkonu ofurmennisins, illan dauða öskukallsins og komandi ráðstefnu njarðahjarðarinnar, Midgard!
-
Hefnendurnir 160 – Gaurinn sem drap Mozart
17/04/2018 Duración: 01h36minHetjurnar okkar knáu sameinast á ný í Hefnendaturninum til að tjá sig um ofsótta elligoðið, Norbitinn Panamaprins, Billy eitthvað og ógildingu górilluapametsins hans og sprengjuhótun steikarinnar. Og svo er fáninn dreginn í hálfa stöng fyrir tvo nýfallna meistara
-
Hefnendurnir 159 - Vampíruzombíur Vs Zombíuvampírur
11/04/2018 Duración: 01h15minÆvorman í borg óttans og Hulkleikur í friðardalnum ræða símleiðis um bit krútthnífsins, rödd leðurblökunnar, harmleik svarthöfða, táningsár úlfsins og spielbergmyndina sem spielberg spielbergaði í feitt spielberg. Hefnendurnir eru í boði nexus. Nexus: Það er aðeins einn guð.
-
Hefnendurnir 158 - Kanil Spice
27/03/2018 Duración: 01h14minÍ Hefnendaturninum hittast hetjurnar Hulkleikur og Ævorman til kjafta í kaffipásu um heima og geima. Þar á meðal frændalistasamfélagið, fjórgó, kryddlegnar ofurhetjur, húlígana og dómsdoktora, áður en allt endar svo á suðupunkti í sundrandi söngleikjaspjalli.