Sinopsis
Podcast by Hefnendurnir
Episodios
-
Hefnendurnir 17 - Snöffbolti
23/06/2014 Duración: 01h25minHetjurnar okkar díla við drottinssvik, horfa á nokkrar hermikrákumyndir, minnast fallins B'starðs og reyna að fóta sig í boltaheimum.
-
Hefnendurnir 16 - Dalur doppelgängeranna
16/06/2014 Duración: 01h24minHulkleikur og Ævor man velta fyrir sér dystópískum útópíum, spá í kúrekageimverubönum og skreppa síðan í heimsókn í dal tvífarakvikmyndanna.
-
Hefnendurnir 15 - Son of Han
09/06/2014 Duración: 01h23minHulkleikur og Ævor Man fá Ragga 'Rawkeye' Hansson í heimsókn til sín til að ræða stjörnustjórnarkosningar, tímaflakkandi kynlífsbandíta og mauramann í sköpunarkrísu.
-
Hefnendurnir 14 - Gremja Górilluhvalsins
02/06/2014 Duración: 01h12minÆvor Man og Hulkleikur ræða um dularfulla ofurkrafta Kitty Pryde, skoða kosningar með sínum augum og fá Kaiju áhugamanninn Ómar Swarez til að uppfræða þá um leyndardóma Godzilla.
-
Hefnendurnir 13 - Bítladróttinssaga
26/05/2014 Duración: 01h17minHetjurnar okkar ræða um nýjasta búning Leðurblökumannsins, minnast skrímslasmiðsins H.R. Giger og spekúlera í kvikmyndum sem aldrei urðu.
-
Hefnendurnir 12 - Jesúsvision
19/05/2014 Duración: 01h31minHetjurnar okkar syrgja samfélaga sína í Community, rifja upp samfélagsfælni sína á gaggóárunum og kynna nýjan dagskrárlið sem þeir vita ekki hvað heitir en inniheldur syngjandi fabjúlöss ofurhetjujesú.
-
Hefnendurnir 11 - Öll vötn falla til Tatooine
12/05/2014 Duración: 01h13minHulkleikur og Ævor man heimsækja uppeldisstöðvar sínar í Nexus á ókeypis myndasögudeginum og kryfja síðan samband sitt við Stjörnustríð í tilefni May the fourth.
-
Hefnendurnir 10 - X-mendurnir
05/05/2014 Duración: 02h10minÍ sérstökum tvöföldum hátíðarþætti Hefnendanna kafa Hulkleikur og Ævor Man ofaní sögu hinna stökkbreyttu X-manna gegnum kvikmyndir og myndasögur. Xtra blaður! Xtra gleði! Xtra enskuslettur!
-
hefnendurnir 9 - Ómar Fordsins
28/04/2014 Duración: 01h12minHetjurnar okkar takast á við nördakvíða og fordóma, komast að því að George R.R. Martin á sér óvænt leyndarmál og að Affleck er mjög góður douchebag.
-
hefnendurnir 8 - Tár Tortímandans
21/04/2014 Duración: 01h06minHetjurnar okkar gægjast á glæstan feril Gutenbergs, gæla við gamla Goonies og skammast sín ekkert fyrir það.
-
Hefnendurnir 7 - Skrímsli fyrir stelpur
14/04/2014 Duración: 01h16minÆvor man vill senda skjaldbökur í nefaðgerð og Hulkleikur vill senda vampírur í ennisaðgerð.
-
hefnendurnir 6 - Mauramaðurinn í unaðsreitnum
07/04/2014 Duración: 58minHetjurnar okkar kveikja á ilmkertunum og affrysta ostrurnar er þeir ræða um sjálfsfróun Súpermanns, vergirni Wolveríns og einkamál Elektru í sérstökum kynlífsþætti Hefnenda.
-
hefnendurnir 5 - Spoiler blús
31/03/2014 Duración: 55minHetjurnar spá í æxlunarkerfi litlu hafmeyjunnar og fatta að ekki er hægt að ræða spoileralaust um spoilera.
-
hefnendurnir 4 - Jesús frá Nasaret, konungur torture porns.
24/03/2014 Duración: 01h03minHulkleikur fattar að það er ennþá erfitt að tala um Woody Allen og fer þess í stað að grenja yfir að vinna ekki Edduverðlaun. Ævor Man fægir Eddurnar sínar með tárum Hulkleiks.
-
hefnendurnir 3 - The Dawn of the Planet of The Endurgerð
17/03/2014 Duración: 01h40sHefnendurnir syrgja Harold Ramis og læra að Hollywood er eitt stórt Groundhog Day.
-
hefnendurnir 2 - Hatrið undir hvolfinu
10/03/2014 Duración: 01h14minÆvor Man og Hulkleikur ræða dauða ástarinnar og sameinast í hrifningu sinni á fljúgandi ellilífeyrisþega.
-
Hefnendurnir 1 - Vanfærð Michael Bay
03/03/2014 Duración: 01h13minHulkleikur slátrar íslenska tungumálinu og Ævor Man játar ást sína á tveimur og hálfum karlmönnum.